NÁÐU Í APPIÐ

WOW citybike notar tvö öpp til að hjálpa þér að nota kerfið okkar: Transit appið og Cyclefinder appið. Sæktu bæði öppin í dag og auðveldaðu þér næstu ferð.

CYCLEFINDER APPIÐ

 

Cyclefinder App veitir þér upplýsingar um fjölda lausra hjóla og stæða í kerfinu. Hefur þú áhyggjur af því að fara yfir 30 mínúturnar? Í appinu getur þú stillt niðurteljara sem lætur þig vita þegar fimm mínútur eru eftir af ferðinni þinni. Þú getur einnig fengið nánari upplýsingar um þína notkun, s.s. vegalengd, meðalhraða, brennslu og koltvísýringssparnað.

cycle finder
transit app

TRANSIT APPIÐ

 

Transit App hjálpar þér að skipuleggja næstu ferð á skilvirkari hátt. Með appinu getur þú skoðað fjölda lausra hjóla og stæða á nálægum stöðvum, fengið leiðsögn og áætlaðan hjólatíma á næsta áfangastað. Auk þess getur þú sparað tíma með því að kaupa passa og fá kóðana senda í appið.